Sunday, September 30, 2012

30.09.12

Fyrsti sunnudagurinn okkar í ameríkunni byrjaði á gospel messu með host mömmu okkar sem er prestur -  veit einhver um betri leið til að byrja sunnudag?  er að spá í því að stofna svona heima á Íslandi, þetta var  svo öðruvísi en okkar kirkjur, svo þúsund sinnum skemmtilegra -
messann byrjaði strax á söng og allir stóðu upp og voru klappandi og inná milli var alltaf voru einhverjir sem kölluðu  '' oh  jesus'' , ''thank you jesus'' , ''oh holy jesus'' , ''amen'' ,
 inná milli voru sumir hágrátandi og ég er ekki frá því að það hafi komið tár í augun okkar, þetta snerti mann virkilega og fór að spá meira í þessa trú sem við trúm á  kristintrú, held að fólk heima á íslandi hugsi ekki alveg úti þetta, vita í rauninni bara að þau séu kristin trú, það var allavega þannig með mig, en ég fór virkilega að spá og spegulera í þessari trú í messunni og er ennþá að,  en eftir messuna var svo smá ''veisla'' úti og þar voru fullt af ávöxtum, grænmetum og donuts - ætli við kíkjum ekki oftar í south coast á meðan við erum hérna :) 


Eftir messuna fórum við svo á Goleta beach, en það er aðeins minni strönd hérna í bænum,
 en ekkert nema nice að liggja í sólbaði og ná smá tani.
svo löbbuðum við heim, sem var aaaaðeins lengra en við bjuggumst við en ekkert að því.
Erum svo bara núna að bíða eftir kvöldmatnum og hafa það náðugt, skólinn byrjar svo á morgun, spennó :) 


þetta er sviðið í kirkjunni þar sem aðalpresturinn var uppi að syngja og spila á gítar 

''veislan'' eftir messuna 

Goleta beach




xx, RS

Saturday, September 29, 2012

state street

Kíktum downtown Santa Barbara og á state street sem er aðal verslunargatan - við heimsóttum aðallega forever 21, H&M ! njótum okkar seinna í öllum hinum búðunum :)
Á morgun ætlum við svo að kíkja í gospel messu - kanski aðeins of spennandi! 

H&M í öllu sínu veldi 

our new best friend 

reyndum að fara rólega af stað, enda engin ástæða til að drífa sig, þar sem við munum búa korter frá þessum herlegheitum í 2 og hálfan mánuð! 


adios xxx RS 

Friday, September 28, 2012

The first day in Cali

Ætla að halda uppi smá bloggi fyrir fjölskyldu og vini og þá sem vilja og nenna að  lesa :)  
Ég og Brynhildur eða Bree eins og við köllum hana hér, erum komnar útí óvissuna í USA - Californiu - Santa Barbara og ætlum að vera hér og 2 og hálfan mánuð, sem er ekkert nema spennandi.  
Mættum á keflavíkur flugvöll þar elsku Óli bauð okkur einn kaldann áður en kom að kveðjustund, en svo rann hún upp en sem betur fer var hún bara á léttu nótunum, sögðum þeim að reyna að hafa þetta sem minnst dramatískt svo að við hlógum bara og vorum ennþá hlægjandi þegar við vinkuðum þeim þangað til við sáum þau ekki lengur, þessar elskur. 
Svo bættum við smá Denver í lífið og það tók 7tíma og 25mín, ekki það skemmtilegasta en Fifty shades of grey bjargaði mér alveg.
Við lentum í Denver og þar tók leiðindar tollvörður á móti okkur, en komumst þó inní landið og þá þurftum við að finna gate A60, sem gekk eins og í sögu, þá beið okkar 2 tíma flug á leiðarenda til Santa Barbara, þar tók maður á móti okkur með skilti sem stóð á ''OLAFSDOTTIR´´,
hann kom okkur svo á San Marcos Road, sem er gatan okkar, en  þar beið okkar þessi yndislega kona að nafni Ellen Mahurin host mamma okkar tók við okkur með knús og kossum, sýndi okkur herbergið okkar og við steinsofnuðum eftir alltof langt og leiðinlegt ferðalag.
 
Í dag vöknuðum við , no joke - og dagurinn í dag er bara búin að vera rosa næs, 25-26°hiti!
Við gáfum host mömmu okkar gjöf  og hún var ekkert smá ánægð með hana, bók með myndum úr Skagafirði, uppskriftabók af íslensku gúmmilaði, djúpur, íslensk súkkulaði og að sjálfsögðu harðfisk!
En við vorum bara eitthvað að slæpast með host mömmu okkar í dag í búðum, kaupa bandarískan síma til að geta notað hérna úti, versla inn, kíktum á starbucks og já bara skoða Santa Barbara oog að sjálfsögðu liggja í sólbaði!
en hún sagði okkur meðal annars að hérna á fullt af hollywood fólki hús uppí fjallinu sem er hérna rétt fyrir ofan okkur sem kemur til að ''fela sig'' hérna,  meðal annars Oprah Winfrey.

Kíktum einnig í skólann okkar sem byrjar hjá okkur á mánudaginn, ekkert nema nice fólk þar og bara spenntar að byrja eftir helgi og kynnast fólki!
Á morgun ætlum við svo bara að skella okkur á ströndina og kanski eitthvað að kanna búðirnar.


ps. sorry bláu stafinu, ég veit þeir eru ugly, gat ekki notað svörtu.  





ýkt hressar á keflavíkurflugvelli 



besta fólkið að kveðja okkur, hlakka strax til að hitta þau og alla hina í desember  <3



ég og húsið okkar á San Marcos Road



hafa það nice


Góða skemmtun þið sem eruð í Skagafirði á laufskálarétt um helgina, við ætlum að reyna að tana og njóta lífsins í Californiu.

''Travel is the only thing you buy, that makes you richer'' 

xoxo RSG