Wednesday, December 5, 2012

Síðustu metrarnir....

 Ég á ekki til orð hvað þetta er búið að líða hratt!!! aðeins ein og hálf vika eftir, jákvætt sem og mjög neikvætt.
Þetta er búið að vera svo ótrúlega hrikalega sjúklega ógeðslega gaman, og þið sem viljið prófa eitthvað svona þá mælum við 150% með því, eitthvað sem þú sérð aldrei eftir.
En síðustu dagar hafa verið aldeilis ljúfir sem og erfiðir, síðasta vika fór bara í það að eyða sem mestum tíma með Alex, en á Föstudagskvöldið fórum við allar ''systurnar'' útað borða saman, og svo var Christmas Parade á göngugötunni, ótrúlega ýkt og flott skrúðganga.
Vöknuðum svo eldsnemma laugardagsmorguninn því við ætluðum að fara með Alex útá flugvöll, hún pantaði Limmósíju og við ætluðum að vera rosa grand á því, en þegar ''limmann'' mætti á svæðið þá var það einn ljótasti taxi sem við höfum séð og við gátum ekki hætt að hlægja af því!   En fórum með ljóta taxanum á flugvöllinn og grétum úr okkur augun þegar við þurftum að kveðja elsku Alex.
Eyddum svo laugardeginum með host mömmu okkar í rigningunni, skoðuðum búðir og fórum svo á starbucks. Á Sunnudeginum fórum við svo í Pedicure , sem er fótsnyrting, ekkert smá kósý og dekurdagur.

Vikan hefur svo bara farið ágætlega af stað fyrir utan veikindin hennar Bree á mánudaginn, en hún er orðin hress.  Á föstudagskvöldið erum við svo að fara í Konu party í kyrkjunni með host mömmu okkar, getur ekki klikkað.

Við erum alltaf að segja það sama, alltaf að útskýra allt fyrir öllum um Ísland, okkar íslensku stafi, veðrið, afhverju við erum með ''Gísladóttir'' eða ''Gíslason'' (sem þeim finnst btw sjúklega áhugavert að við séum með föðurnafnið í nafninu okkar),  norðurljósin og það er svo óþæginlegt að fá spurninguna ''Afhverju sjáið þið norðurljósin?'' og við ýkt heimskar að geta ekki svarað, en það er líklegast útaf staðsetningu okkar eða eitthvað álíka??  og allir verða líka alltaf jafn hissa að heyra að það búa bara 3 hundruð þúsund manns á öllu landinu. En alltaf fyllumst við miklu stolti af landinu okkar. 






 Elsku yndislega ameíska fjölskyldan okkar, hefðum ekki geta verið heppnari með host mömmu!

Conversation time , Megan er kennarinn okkar, Marcus frá þýskalandi og skvís.

 Alex last day.


Sætu á Christmas Parade 

 Hnotubrjóturinn lét sig ekki vanta.

 Ekki heldur piparkökukallinn



 svooooo gott

 Pedicure!! Bree and Beverly


 Soo nice!!




 cutie !

Ég veit ekki hvort ég bloggi eitthvað mikið meira þar sem það er lítið eftir, en kanski að það komi eitt annað.
Annars heyriði bara nóg þegar við komum heim.


RSG
   




Wednesday, November 28, 2012

Jólaskapið er sko klárlega komið í mann hérna í Californiu :)
Jólalög, jólaskreytingar, jólasveinar en engin jólasnjór.. það verður að bíða til 17.des.
Við höfum það ljómandi gott hérna, og gott betur en það!!

Fórum á Mánudaginn með Alex til Ventura, sem er lítill bær hér fyrir utan, Alex fer svo á laugardaginn, erum eiginlega orðnar stressaðar fyrir að þurfa að kveðja hana.. hún setti sko algjörlega punktinn yfir i-ið í þessari ferð okkar, og hennar verður sárt saknað, algjör snillingur!! en við erum nú þegar búnar að plana ferð til hennar til Belgíu og hún ætlar að ferðast með okkur til Parísar, þar sem hún býr bara 2 tímum frá, það verður svo gaman að hitta hana aftur!
Í dag kom svo vinkona host mömmu okkar, 80 ára gömul kona sem heitir Nancy, hún ætlar að gista hérna í nokkra daga, hún er svo yndisleg! Við vorum búnar að spjalla við hana heillengi þegar hún spurði hvort það væri töluð enska á íslandi, við neituðum því nú, en hún hélt allan tíman að við værum enskar, þessi enskuskóli er greinilega eitthvað að skila sér, mont.
En í kvöld fórum við með þeim 2 í kvöld niðrí bæ, þar sem að var jólastemming í bænum, söngur og gleði.
og svo nokkrar myndir með....

 sjúúklega gott!

 Fundum Target í Ventura á mánudaginn!! 

 Eyddum mánudeginum með Alex í Ventura, sem er lítill bær hér við hliðiná. 


 Mallið í Ventura


 Fab3

 Jólaseríurnar komnar upp heima.


 Jólasokkarnir



 Nancy skvís

 pretty

 Ljóshærða konan þarna er Sharlene dóttir host mömmu okkar, köllum hana samt ekki systir okkar þar sem hún býr ekki með okkur. 
Við og Nancy og Ellen host mamma okkar í rauðu kápunni :)



You only live once, but if you do it right, once is enough.

Bestu kveðjur héðan, Rakel Svala Gísladóttir

Friday, November 23, 2012

Thanksgiving week

 Thanksgiving snerist um mat, ekkert annað!  Ó lord ég er ennþá pakksödd eftir síðustu 2 daga!
Á miðvikudaginn var venjulegur dagur í skólanum nema um hádegi þegar hann var búin þá var bara Hlaðborð fyrir okkur ; Turkey, stuffing, sósa, karföflustappa og svo margt fleira, Í eftirrétt var svo auðvitað hin vinsæla Pumpkin Pie, hún var ágææt, Apple pie var einnig á boðstólnum.. alltaf classic og svo var Pecan Pie sem var Gúrme!!! Svo var farið í actionary, bingó og spurningarkeppni eftir matinn, sem var ekkert nema gaman!
Fimmtudagurinn(sem er aðal thanksgiving dagurinn) þá lágu busarnir niðri, svo að við höfðum lítið sem ekkert að gera, horfðum aðeins á Macy´s Thanksgiving Parade sem er í New York, og svo var bara tekin letidagur yfir Friends! fengum okkur svo aftur turkey um kvöldið og tókum svo Black Friday eldsnemma föstudagsmorguninn, versluðum af okkur allt vit, jákvætt eða neikvætt, veit ég ekki.


listaverk okkar. 

 Hlaðborðið í skólanum 

 Kanski ekki good looking, en good tasting! 

Fallegt 

 State street að kvöldi til, jóóóóól !

 Thanksgiving dinner hjá host mömmu okkar.

 Frá vinstri ; Bauna eitthvað, karföflustappa, stuffing, sósa og sætarkartöflur með sykurpúðum yfir svo voru bráðnaðir.

 Svona eru pósin í Kóreu, allt eðlilegt við þetta. 

 Smá smirnoff á kantinn

 Ah lin smá þreytt Black Friday morning.

 Biðröð fyrir utan H&M, fólk sat bara þarna fyrir utan og lét fara vel um sig.

 Sést kanski ekki vel, en það var hellingur þarna.

 Árangur

 Árangur #2

 Gúrme samloka

 Í dag fékk ég þetta póstkort frá elsku vinum mínum á Dvalarheimili Sauðárkróks eða Deild 6, mér hlýnaði um hjarta rætur, svo Yndislegir vinir! 



Í Tilefni Thanksgiving vikunnar, þá á maður að tjá sig um það hvað maður er þakklátur fyrir... og ég á sko ekki erfitt með að tjá mig um það, ég er endalaust þakklát fyrir Æðislegu Fjölskylduna mína, Frábæru vini mína og að sjálfsögðu ævinlega þakklát fyrir þetta ævintýri sem ég og elsku besta Brynhildur erum búnar að upplifa síðustu mánuði, við komum sko skælbrosandi heim eftir æðislegt ferðalag!

xx, RSG

 


 

Tuesday, November 20, 2012

Happy Thanksgiving


Sælt veri fólkið... Aðeins einn mánuður eftir hjá okkur og það þýðir ekkert annað en að njóta Californiu lífsins í botn á meðan við getum - Óguð hvað það verður bæði gaman og erfitt að fara héðan.
Í fyrsta skipti í dag var sagt við okkur ''Happy Thanksgiving'' .. sem þýðir það að Thanksgiving day er á Fimmtudaginn, sem þýðir líka frí í skólanum, en á morgun ( Miðvikudag ) verður Thanksgiving lunch í skólanum og svo ætlar host mamma okkar að hafa thanksgiving dinner fyrir okkur annaðkvöld ekki fimmtudagskvöldið eins og er venjulega, sem þýðir Turkey í lunch og dinner á morgun, ekki amalegt það. 

En svo á Föstudaginn er BLACK FRIDAY stærsti verslunardagur í USA, erum ekkert að grínast með það að búðir opna kl 4 um nóttina, við ætlum held ég að taka busin klukkan 6 um morguninn, það er nógu snemmt fyrir okkur, kanski of snemmt en bara gaman að upplifa þetta rugl. Svo að morgundagurinn fer í það að skoða búðirnar, máta og punkta niður - við erum svooo skipurlagðar.

 Mcflurry á kantinn


 Tekið fyrir utan húsið okkar.

 Hressar

 Alex þorði að segja okkur það í fyrsta skipti á sunnudaginn að hún hafi alltaf haldið að þetta væri eitthvað annað en krem í hárið...... segir sig kanski sjálf hvað hún hélt að við ættum, svo fyndið!

 Fórum með köku í skólann á mánudaginn.

 Kósý í skólanum

 Okkar daily life

Elsku San Marcos, gatan okkar


''When life gives you a hundred reasons to cry, show life that you have a thousand reasons to smile.''


Góðar kveðjur heim á klakann, næsta blogg segi ég ykkur frá Thanksgiving upplifuninni.


-RSG-