Þetta er búið að vera svo ótrúlega hrikalega sjúklega ógeðslega gaman, og þið sem viljið prófa eitthvað svona þá mælum við 150% með því, eitthvað sem þú sérð aldrei eftir.
En síðustu dagar hafa verið aldeilis ljúfir sem og erfiðir, síðasta vika fór bara í það að eyða sem mestum tíma með Alex, en á Föstudagskvöldið fórum við allar ''systurnar'' útað borða saman, og svo var Christmas Parade á göngugötunni, ótrúlega ýkt og flott skrúðganga.
Vöknuðum svo eldsnemma laugardagsmorguninn því við ætluðum að fara með Alex útá flugvöll, hún pantaði Limmósíju og við ætluðum að vera rosa grand á því, en þegar ''limmann'' mætti á svæðið þá var það einn ljótasti taxi sem við höfum séð og við gátum ekki hætt að hlægja af því! En fórum með ljóta taxanum á flugvöllinn og grétum úr okkur augun þegar við þurftum að kveðja elsku Alex.
Eyddum svo laugardeginum með host mömmu okkar í rigningunni, skoðuðum búðir og fórum svo á starbucks. Á Sunnudeginum fórum við svo í Pedicure , sem er fótsnyrting, ekkert smá kósý og dekurdagur.
Vikan hefur svo bara farið ágætlega af stað fyrir utan veikindin hennar Bree á mánudaginn, en hún er orðin hress. Á föstudagskvöldið erum við svo að fara í Konu party í kyrkjunni með host mömmu okkar, getur ekki klikkað.
Við erum alltaf að segja það sama, alltaf að útskýra allt fyrir öllum um Ísland, okkar íslensku stafi, veðrið, afhverju við erum með ''Gísladóttir'' eða ''Gíslason'' (sem þeim finnst btw sjúklega áhugavert að við séum með föðurnafnið í nafninu okkar), norðurljósin og það er svo óþæginlegt að fá spurninguna ''Afhverju sjáið þið norðurljósin?'' og við ýkt heimskar að geta ekki svarað, en það er líklegast útaf staðsetningu okkar eða eitthvað álíka?? og allir verða líka alltaf jafn hissa að heyra að það búa bara 3 hundruð þúsund manns á öllu landinu. En alltaf fyllumst við miklu stolti af landinu okkar.
Elsku yndislega ameíska fjölskyldan okkar, hefðum ekki geta verið heppnari með host mömmu!
Conversation time , Megan er kennarinn okkar, Marcus frá þýskalandi og skvís.
Alex last day.
Sætu á Christmas Parade
Hnotubrjóturinn lét sig ekki vanta.
Ekki heldur piparkökukallinn
svooooo gott
Pedicure!! Bree and Beverly
Soo nice!!
cutie !
Annars heyriði bara nóg þegar við komum heim.
RSG