Friday, November 23, 2012

Thanksgiving week

 Thanksgiving snerist um mat, ekkert annað!  Ó lord ég er ennþá pakksödd eftir síðustu 2 daga!
Á miðvikudaginn var venjulegur dagur í skólanum nema um hádegi þegar hann var búin þá var bara Hlaðborð fyrir okkur ; Turkey, stuffing, sósa, karföflustappa og svo margt fleira, Í eftirrétt var svo auðvitað hin vinsæla Pumpkin Pie, hún var ágææt, Apple pie var einnig á boðstólnum.. alltaf classic og svo var Pecan Pie sem var Gúrme!!! Svo var farið í actionary, bingó og spurningarkeppni eftir matinn, sem var ekkert nema gaman!
Fimmtudagurinn(sem er aðal thanksgiving dagurinn) þá lágu busarnir niðri, svo að við höfðum lítið sem ekkert að gera, horfðum aðeins á Macy´s Thanksgiving Parade sem er í New York, og svo var bara tekin letidagur yfir Friends! fengum okkur svo aftur turkey um kvöldið og tókum svo Black Friday eldsnemma föstudagsmorguninn, versluðum af okkur allt vit, jákvætt eða neikvætt, veit ég ekki.


listaverk okkar. 

 Hlaðborðið í skólanum 

 Kanski ekki good looking, en good tasting! 

Fallegt 

 State street að kvöldi til, jóóóóól !

 Thanksgiving dinner hjá host mömmu okkar.

 Frá vinstri ; Bauna eitthvað, karföflustappa, stuffing, sósa og sætarkartöflur með sykurpúðum yfir svo voru bráðnaðir.

 Svona eru pósin í Kóreu, allt eðlilegt við þetta. 

 Smá smirnoff á kantinn

 Ah lin smá þreytt Black Friday morning.

 Biðröð fyrir utan H&M, fólk sat bara þarna fyrir utan og lét fara vel um sig.

 Sést kanski ekki vel, en það var hellingur þarna.

 Árangur

 Árangur #2

 Gúrme samloka

 Í dag fékk ég þetta póstkort frá elsku vinum mínum á Dvalarheimili Sauðárkróks eða Deild 6, mér hlýnaði um hjarta rætur, svo Yndislegir vinir! 



Í Tilefni Thanksgiving vikunnar, þá á maður að tjá sig um það hvað maður er þakklátur fyrir... og ég á sko ekki erfitt með að tjá mig um það, ég er endalaust þakklát fyrir Æðislegu Fjölskylduna mína, Frábæru vini mína og að sjálfsögðu ævinlega þakklát fyrir þetta ævintýri sem ég og elsku besta Brynhildur erum búnar að upplifa síðustu mánuði, við komum sko skælbrosandi heim eftir æðislegt ferðalag!

xx, RSG

 


 

No comments:

Post a Comment