Sælt veri fólkið... Aðeins einn mánuður eftir hjá okkur og það þýðir ekkert annað en að njóta Californiu lífsins í botn á meðan við getum - Óguð hvað það verður bæði gaman og erfitt að fara héðan.
Í fyrsta skipti í dag var sagt við okkur ''Happy Thanksgiving'' .. sem þýðir það að Thanksgiving day er á Fimmtudaginn, sem þýðir líka frí í skólanum, en á morgun ( Miðvikudag ) verður Thanksgiving lunch í skólanum og svo ætlar host mamma okkar að hafa thanksgiving dinner fyrir okkur annaðkvöld ekki fimmtudagskvöldið eins og er venjulega, sem þýðir Turkey í lunch og dinner á morgun, ekki amalegt það.
En svo á Föstudaginn er BLACK FRIDAY stærsti verslunardagur í USA, erum ekkert að grínast með það að búðir opna kl 4 um nóttina, við ætlum held ég að taka busin klukkan 6 um morguninn, það er nógu snemmt fyrir okkur, kanski of snemmt en bara gaman að upplifa þetta rugl. Svo að morgundagurinn fer í það að skoða búðirnar, máta og punkta niður - við erum svooo skipurlagðar.
Mcflurry á kantinn
Tekið fyrir utan húsið okkar.
Hressar
Alex þorði að segja okkur það í fyrsta skipti á sunnudaginn að hún hafi alltaf haldið að þetta væri eitthvað annað en krem í hárið...... segir sig kanski sjálf hvað hún hélt að við ættum, svo fyndið!
Fórum með köku í skólann á mánudaginn.
Kósý í skólanum
Okkar daily life
Elsku San Marcos, gatan okkar
''When life gives you a hundred reasons to cry, show life that you
have a thousand reasons to smile.''
Góðar kveðjur heim á klakann, næsta blogg segi ég ykkur frá Thanksgiving upplifuninni.
-RSG-
-RSG-
hvað heitir skólinn sem þið eruð í?:)
ReplyDeleteHann heitir ELC, English Language Center :)
ReplyDeleteRespect and that i have a dandy proposal: What Do House Renovations Cost reddit house renovation
ReplyDelete