Monday, November 5, 2012

LA trip #2


 42 dagar í heimkomu... ætli það sé mikið eða lítið?  ég held það verði fljótt að líða, sem er jákvætt sem og neikvætt!

En um helgina skelltum við okkur til Los Angeles í 2 skiptið - þetta er bara eins og að skreppa til Akureyrar frá króknum.
Á Laugardeginum skelltum við okkur á Venice Beach, ég held ég hafi gert of miklar væntingar fyrir þeirri strönd, en mér fannst hún bara frekar dirty... en við tókum okkur dágóðan tíma og löbbuðum um ströndina, eftir það fórum við svo á Santa Monica beach sem var mun mun mun fallegri en Venice, að mínu mati :) en þar settumst við niður, ég fékk mér banana split sem var gúrme, löbbuðum svo líka þar um og tókum myndir, að sjálfsögðu.
Eftir að hafa kvatt Santa Monica þá fórum við á Hollywood Boulevard í annað skipti, nema núna að kvöldi til sem var ekkert smá flott og gaman að upplifa það líka að kvöldi til, en við löbbuðum í nokkrar búðir og settumst svo niður á California Pizza Kitchen og snæddum góðan mat, svo var að sjálfsögðu kíkt inní Forever 21 (sorry pabbi :)) áður en við fórum uppá hótel, en svo steinsofnuðum við eftir að við komum uppá hótel, sáttar eftir góðan dag.
Á Sunnudeginum græddum við einn auka klukkutíma í svefn útaf ''Day light savings'' sem þýðir að nú er 8 tíma mismunur á milli, sem mér finnst strax vera mikill munur. 
En við héldum af stað í Universal Studios snemma um morgunin - sem var ekkert nema geðveikt, allir þessi 3D og 4D rides, svo geðveikt gaman að prófa það, og já fórum í ÖLL tækin, except Jurassic Park, því það var eh verið að laga hann.
Svo fórum við einnig í Studio Tour sem var ótrúlega gaman líka, fórum í desperate housewives götuna, og sáum hvernig flóð,rigning og helling af stuffi er framkvæmt í myndum. Ef ÞÚ átt tækifæri á því að fara í Universal Studios þá mæli ég eindregið með því!!  - Við vorum í garðinum frá 10:00 - 19:00 svo að allur dagurinn fór í þetta, enduðum daginn á Pizza Hut og brunuðum svo heim í elsku ''sveitina'' , alltaf jafn gott að komast ''heim í rólegheitin'' í Santa Barbara.



  
Venice Beach 

Venice Beach 

Venice Beach 

 Venice Beach 

Santa Monica Beach 

Gúrme Banana split 



Vitum ekkert hvort það voru einhverjir frægir þarna hinu megin við götuna eða ekki, en það var alla vega fullt af ljósmyndurum að taka myndir.

 Santa Monica 

King Kong 3D 

 Fast and the Furious bíll

 Fast and the Furious ''sýning''
 despó

 despó 

 despó 

 ekki despó

 hús í rústum 

 bláar eftir smá candy floss 


 sáttar eftir góóðan dag

 BIIIIG Yogurtland - okkur til mikillar gleði 




Hópmynd á Santa Monica 





 bíða í röð 


 
 Við tókum sporið





Ég er einnig með fullt fullt fullt af myndum inná facebook síðunni minni, getur skoðað það ef þú ert með mig inná, með því að ýta  HÉR
 svo að endilega skoða þær :)
 
 þangað til næst... sendi góða kveðju heim í kuldann.
vel á minnst, það var 33°hiti í dag,
RSG

'' Dream of silver screen quotations, and if you want these kind of dreams. It´s Californication.''


1 comment:

  1. Perla Rós SæmundsdóttirNovember 6, 2012 at 2:14 AM

    Svo gaman að fá að fylgjast svona með ykkur :D
    Haldið áfram að skemmta ykkur svona vel oog að blogga um það :))

    Sakna ykkar! :*

    ReplyDelete