En skólinn gengur ótrúlega vel og alltaf jafn gaman, svo erum við ennþá duglegar að mæta á hverjum einasta degi í ræktina til að svitna og koma í veg fyrir american ass!!
Á laugardaginn fórum við í H&M (peningalausar, pabba til mikillar gleði) og þá voru bara jólalög á fóninum, jólatré komin uppí búðarglugga og fleiri skreytingar, frekar asnalegt þar sem okkur finnst engan vegin eins og jólin séu í næsta mánuði? en það breytist fljótt þegar við lendum á Keflavíkurflugvelli 17.desember :)
Á Föstudaginn eigum við mánuð eftir, tíminn flýgur áfram og við þurfum að nýta þennan tíma og njóta þess að vera hérna í sælunni að ''slappa af''
Við vonum að allir hafi það gott heima, og hlakki jafn mikið til að fá okkur heim eins og við að koma heim
'' It is not the years in your life but the life in your years that
counts. ''
Föstudagskósý hjá okkur stullum
Í gær Mánudaginn 12.nóv var Veteran´s day - dagur til að heiðra hermenn og þau sem hafa dáið fyrir landið, flestir fá frí frá vinnu og skóla, nema við því við erum ekki american´s, en við fórum eftir skóla á California Pizza kitchen í tilefni dagsins, meira svona bara til þess að hafa einhverja ástæðu til þess að fara og fá sér eitthvað gott.
Svona var þetta í morgun, veit ekki alveg hvað gerðist hjá henni í nótt?
Vorum að segja frá Lang-afa og Lang-ömmu í tíma og reyna að fá beverly til þess að segja nöfnin þeirra, það var ekki fræðilegur.. nema hún bar Guðmunda næstum því rétt fram.
aðeins að pósa í ræktinni, en ekki hvað
Þangað til næst..... Kossar og knús yfir hafið
RSG
RSG
No comments:
Post a Comment