Wednesday, October 31, 2012

HAPPY HALLOWEEN

31. Október - halloween dagur bandaríkjamanna og við fengum að upplifa hann í dag með þeim,þvílík snilld!

Ég fór ekki með neina væntingu útí daginn, var meira svona ekki að nenna þessu halloween rugli, en það sem að það var gaman!
Í skólanum voru allir dressaðir upp í sinn búning,  okkar ákvörðun var að reyna að vera fyndnar og flippaðar og því var  ''Where is Waldo?'' eða ''Hvar er Valli?'' (á íslensku) fyrir valinu, og já þeir voru twins - en okkur tókst held ég að vera pínu áberandi og fyndnar - hlupum á kaffihús í breikinu okkar og þá var öskrað ''I found him'' og einn maður labbaði inn á kaffihúsið, hló þegar hann sá okkur og sagði
''oh, you guys made my day!''
Vorum að elska það að geta bara verið í búning og ekki liðið vandræðanlega eins og maður myndi gera á íslandi, það var nákvæmlega allt eðlilegt við þetta.
Eftir skóla var svo Carve pumpkin keppni - langar að gera það á hverju ári!
Ég,Bree og Michelle vorum saman í liði og að sjálfögðu RÚSTUÐUM við henni með stakri prýði (fengum gjafabréf á kaffihús í vinning) og svo var Dominos veisla fyrir okkur, frekar öðruvísi og án efa skemmtilegasti skóladagurinn hingað til.

Í kvöld vorum við svo að borða kvöldmatin þegar við heyrum hlaup og mikil læti, og ''mamma okkar'' segir ''Here they are!'', svo dynglaði dyrabjallann og hún fór til dyra með stóra nammiskál sem hún var búin að græja og svo var öskrað ''TRICK OR TREAT'' - það var svo fyndið, og svo amerískt! svo fengum við þann heiður að sitja og bíða eftir dyrabjöllunni og gefa nammi - og já klára nammið.


Um helgina ætlum við svo að skreppa til LA fara á Santa Monica beach, Malibu beach og í Universial Studios - ohhh ég er svo að elska lífið hérna.

og að sjálfsögðu fylgja myndir


einn kennarinn með smá show

Við og Miss Bev - hún var í homemade pirate búning, hún er bara yndisleg!



Verið að reyna finna Valla í skólanum,  þetta sló alveg í gegn. 




Faros legend - Trick or Treat??

It´s time to carve pumpkins!! 

Bree að sýna hvernig á að gera þetta


Doooominos veisla og Sandro 

 okkar pumpkin er í miðjunni, Witch Pumpkin! 
ég og nýji kærastinn

ekki hissa að við unnum, Im a proud mama

wohhooo


HVAR ER VALLI ??? 

HVAR ER VALLI ???

Hér eru völlurnar 

 Þetta er skólinn okkar, vantar einhverja inná, en já við erum í mjög litlum skóla en það er allt jákvætt við það - einhverjir þarna eru samt kennarar.


TRICK OR TREAT 


 þessi var svo með´etta!


''One way to get the most out of life is to look upon it as an adventure''

Þangað til næst..... RSG 




No comments:

Post a Comment