Wednesday, October 31, 2012

HAPPY HALLOWEEN

31. Október - halloween dagur bandaríkjamanna og við fengum að upplifa hann í dag með þeim,þvílík snilld!

Ég fór ekki með neina væntingu útí daginn, var meira svona ekki að nenna þessu halloween rugli, en það sem að það var gaman!
Í skólanum voru allir dressaðir upp í sinn búning,  okkar ákvörðun var að reyna að vera fyndnar og flippaðar og því var  ''Where is Waldo?'' eða ''Hvar er Valli?'' (á íslensku) fyrir valinu, og já þeir voru twins - en okkur tókst held ég að vera pínu áberandi og fyndnar - hlupum á kaffihús í breikinu okkar og þá var öskrað ''I found him'' og einn maður labbaði inn á kaffihúsið, hló þegar hann sá okkur og sagði
''oh, you guys made my day!''
Vorum að elska það að geta bara verið í búning og ekki liðið vandræðanlega eins og maður myndi gera á íslandi, það var nákvæmlega allt eðlilegt við þetta.
Eftir skóla var svo Carve pumpkin keppni - langar að gera það á hverju ári!
Ég,Bree og Michelle vorum saman í liði og að sjálfögðu RÚSTUÐUM við henni með stakri prýði (fengum gjafabréf á kaffihús í vinning) og svo var Dominos veisla fyrir okkur, frekar öðruvísi og án efa skemmtilegasti skóladagurinn hingað til.

Í kvöld vorum við svo að borða kvöldmatin þegar við heyrum hlaup og mikil læti, og ''mamma okkar'' segir ''Here they are!'', svo dynglaði dyrabjallann og hún fór til dyra með stóra nammiskál sem hún var búin að græja og svo var öskrað ''TRICK OR TREAT'' - það var svo fyndið, og svo amerískt! svo fengum við þann heiður að sitja og bíða eftir dyrabjöllunni og gefa nammi - og já klára nammið.


Um helgina ætlum við svo að skreppa til LA fara á Santa Monica beach, Malibu beach og í Universial Studios - ohhh ég er svo að elska lífið hérna.

og að sjálfsögðu fylgja myndir


einn kennarinn með smá show

Við og Miss Bev - hún var í homemade pirate búning, hún er bara yndisleg!



Verið að reyna finna Valla í skólanum,  þetta sló alveg í gegn. 




Faros legend - Trick or Treat??

It´s time to carve pumpkins!! 

Bree að sýna hvernig á að gera þetta


Doooominos veisla og Sandro 

 okkar pumpkin er í miðjunni, Witch Pumpkin! 
ég og nýji kærastinn

ekki hissa að við unnum, Im a proud mama

wohhooo


HVAR ER VALLI ??? 

HVAR ER VALLI ???

Hér eru völlurnar 

 Þetta er skólinn okkar, vantar einhverja inná, en já við erum í mjög litlum skóla en það er allt jákvætt við það - einhverjir þarna eru samt kennarar.


TRICK OR TREAT 


 þessi var svo með´etta!


''One way to get the most out of life is to look upon it as an adventure''

Þangað til næst..... RSG 




Thursday, October 25, 2012

Cali

Halló Halló!
Um helgina byrjar Halloween stemmingin - en aðal dagurinn er samt í næstu viku, miðvikudaginn 31.okt - ætlum að fara á morgun að kaupa búning, erum búnar að fara nokkrum sinnum og skoða, en VÁ það er hægt að vera allt milli himins og jarðar, ekki auðvelt að velja.
En þurfum að taka ákvörðun á morgun því annaðkvöld ætlum við að fara á Isla Vista með Alex,Michelle og Melanie, og það er víst stærsta helgin á Isla Vista... spennó!
Í dag fengum við loksins strandarveður, hefur ekki verið beint veður til að fara og liggja á ströndinni síðustu daga, þó svo að okkur finnist það vera hið besta mál, en veit ekki hvernig fólk myndi horfa á okkur, því það er held ég kalt á þeirra mælikvarða, en fengum að liggja á ströndinni í allan dag :)

Ætla bara að láta myndir fylgja með sem lýsa síðustu dögum kanski aðeins betur..
Blogga svo um Halloween í næsta bloggi og þá sjáiði búningana okkar - wohoooo!




 Basic kvöld í herberginu okkar


  
 dat asssssssss



Miss Bev, kennarinn okkar yndisleg og kom með kaffi og cupcakes fyrir okkur


HAPPY HALLOWEEN 

okkur Brynhildi finnst það frekar fyndið að vera '' Hvar er Valli ? ''  á halloween

fórum út að borða Þriðjudagskvöldið með skólanum, á Taco hlaðborð, ótrúlega flott og gaman að kynnast hinu fólki í skólanum betur :) 

Í dag í skólanum áttum við að sýna myndir af fjölskyldum okkar, við sýndum myndir af þeim og svo sýndum við að sjálfsögðu þessar elskur.


snilldar App - við komum ekki feitar heim!


 ... nema kanski ef Miss Bev hættir ekki að koma með góðgæti handa okkur.


Þarna erum við. 

ekki hægt að fá minna powerade

my sistah from another motha 




'' You owe it to yourself to do something remarkable with your life''


Monday, October 22, 2012

Monday

Góðan og blessaðan daginn!
ég veit að það eru nokkrir einstaklingar heima, sem þykir gaman að lesa bloggið hjá mér.. meðal annars elsku ömmurnar og afarnir, elsku foreldrar mínir og elsku frænkurnar mínar og vonandi fleiri, svo að ég ætla mér að vera eða reyna að vera dugleg að blogga :) ... þó svo að það hefur nú kanski ekki mikið gerst síðan ég bloggaði síðast, en samt eitthvað.... helgin hjá okkur var góð í alla staði, á Laugardaginn vaknaði ég og talaði við Sigga afa og Svölu ömmu á skype, alltaf jafn gaman að sjá þau, elskurnar. Svo kíktum við niðrí bæ með Alex og fórum í bíó á Pitch Perfect, hún var góð og við gátum mikið hlegið. 



fengum okkur að sjálfsögðu large popp

og large lemonade! 

kíktum svo að sjálfsögðu aðeins í H&M og Forever 21... en ekki hvað??
Fórum svo heim, borðuðum og byrjuðum svo að drekka því stefnan var tekin að fara á Isla Vista - partý gatan sem ég var búin að segja ykkur frá, við skemmtum okkur konunglega þetta kvöldið.. og enduðum það með dominos pizzu og hámuðum hana í okkur þegar við komum heim um nóttina. 











Sunnudagsmorguninn vaknaði ég svo snemma að mínu mati og drullaði mér út að skokka, dugnaður! 
svo eyddum við bara öllum deginum inni, sem var aðeins of kósý og nauðsynlegt að fá hvíld.
Í dag byrjaði svo 4vikan bara vel,  fórum svo eftir skóla í ræktina sem var heaven og svo skelltum við okkur í heita pottinn eftir work-out! 


klæddi mig alltof vel, hélt það væri kalt en það var steik úti! 

eyddi sunnudagskvöldinu að horfa á magic mike, wohhoo

Beverly er kennarinn okkar, ótrúlega skemmtileg og nice! 

Melanie frá Sviss 

Vorum að læra framburð með þessum rörum, það var frekar fyndið! 

áttum að útskýra fyrir henni mynd úr dagblaði og hún átti að teikna uppá töflu með bundið fyrir augun. 

listaverkið hennar Brynhildar. 

sátt eftir ræktina

Brynhildur setur smá salt og pipar á subwayin sinn eða bara á allt. 



Lífið er aðeins of ljúft 
þangað til næst ....... RSG 




''in order to be irreplaceable one must always be different.''