Wednesday, October 3, 2012

the sweet life

Hallo Hallo, Við erum á lífi og allt gengur eins og í sögu -
Við vöknum á morgnanna klukkan 07:10 gerum okkur til og eigum að vera komnar úr húsi 07:45 og löbbum þar sem busin okkar stoppar, þá tekur hálftíma að komast í skólann sem er fint því þá erum við komnar hálftíma áður en skólinn byrjar og getum farið aðeins i tölvurnar í skólanum og ná að tala við fólkið heima því  klukkan er þá hálf 4 heima á íslandi.
En skólinn, hann er ekki stór, og kennarinn okkar þessa vikuna heldur að við séum einhverjir frumbyggjar frá Íslandi og er alltaf að spurja okkur mjög asnalegar spurningar en finnst ísland mjög áhugavert, svo lætur hún eins og við séum 6-7 ára gömul, í conversation tíma í dag voru 2 og 2 saman að spjalla og annar átti að vera læknir og hinn sjúklingur, læknirinn var því með plastleikfangagleraugu og sprautu eða læknispípu.. en ekki hvað! en hún er svosem ágæt og við reynum að þrauka tímann með henni.

Fyrsta daginn í skólanum þá gerðum við reglu, bannað að taka kortið með í skólann, því við löbbum aðalverslunargötuna á hverjum einasta degi til að komast niðrá strönd!
Fyrsta daginn fórum við að sjálfsögðu í næstum allar búðirnar og versluðum smá, en vissum að við gætum ekki gert þetta hvert einasta dag, þótt það sé mjög freistandi!
Ég hef aldrei nefnt það hérna á blogginu mínu að í húsinu okkar búa 4 aðrar stelpur sem eru líka í skóla hérna, ein þeirra í ELC sama skóla og við og hinar 2 í EF, þær eru frá þýskalandi,belgíu og kóreu.
Ekkert nema gaman að vera með þeim og kynnast þeim, við erum alltaf að kynnast þeim aðeins meira og meira, allt kemur með kalda vatninu.
Uppáhaldsstaðurinn okkar at the moment er Yougurtland - það er heaven!!
við verðum klárlega fastagestir þar - allavega þangað til við fáum ógeð af  því. 





Bree með smá slaufu á bakinu

fórum í skoðunarferð fyrsta daginn með skólanum,fórum í einhvern turn þar sem maður sér yfir santa barbara, ekkert smá flott - og þarna uppí fjöllunum eru hollywood húsin. 

Var farin að örvænta að urban outfitters væri ekki á state street, en fann hana í dag - en var að sjálfsögðu ekki með pening á mér :(( 

sæta rúsínu rassgata rófu dúllann mín að mafsa yougurt 

maður má vera sjúskaður í hitanum

like I said ... It´s heaven!! 




''Dear god, I wanna take a minute, not to ask for anything from you, but simply to say thank you, for all I have'' 

Knús og kossar heim til íslands í kuldann

XX,RSG

1 comment:

  1. Ohh svo gaman að lesa frá þér Rakel hvað þú ert að upplyfa :D Hljómar allt svo rosalega spennandi :D
    Hlakka til að lesa meira
    - Hafrún

    ReplyDelete