Góðan daginn!!
Ég ætla mér að reyna að vera dugleg að blogga, en get kanski ekki verið dugleg alla daga - hef margt annað að gera hérna í Ameríkunni, samt fínt að setjast niður á kvöldin og blogga - en síðustu dagar eru að sjálfsögðu bara skóli og svo oftast ströndin, og vafra um í búðum, þótt við séum ekki með pening á okkur - samt er búið að vera hálf kalt síðustu daga, ekki samt eins og heima, en kalt miðað við Californiu, en það er bara venjulegt á þessum tíma árs, en svo koma heitir dagar inn á milli!
Svo að já, síðustu dagar hafa verið frekar svipaðir - við komum alltaf heim um 4-5 á daginn og þá er gamla settið að fara að sofa, en náði sem betur fer á þeim í dag, alltaf jafn gaman að sjá þau og að sjálfsögðu Fannar en Jóhann er líklegast að eltast á eftir stelpunum á Reykjum!
En gaman að segja frá því að á sunnudaginn smökkuðum við í fyrsta skipti Sushi, og vá hvað það var gott, chrunch sushi hét það - förum sko pottþétt aftur og fáum okkur !
Annars fór þessi vika mikið í það að plana og skipuleggja komandi helgi, því við ætlum að taka smá roadtrip til Los Angeles með Alex stelpunni sem býr með okkur og Eliane sem er vinkona hennar, förum héðan frá Santa Barbara, laugardagsmorguninn á bílaleigubíl og brunum til LA, erum ennþá að skipurleggja hvað við ætlum að gera þegar við komum í stóborgina en svo um kvöldið förum við á LA.lakers - Utha Jazz, ég veit samt bara um einn leikmann í LA.lakers, Kobe Bryant - er það ekki nóg?
annars er líka bara stemingin og upplifunin sem mun örugglega standa mest uppúr! - en svo gistum við á hótel í LA og sunnudagurinn er ennþá óplanaður -
hlakka svo til að blogga um helgina og segja ykkur frá þessu öllu :)
Þangað til ... bestu kveðjur heim og söknuð til ykkar allra, eða svona flestra.
þarf greinilega að rúlla
cuties
ég og Alex á sushi staðnum
Chrunch shush-ið til vinstri sem var ótrúlega gott, og Philadelphia roll til hægri,sem var hinsvegar ekki gott (mín orð)
yummmiii
séð yfir smábátahöfnina og hluti af Santa Barbara í bakgrunn
ís og vínber - gott combo
ég og brynhildur búnar að finna okkur Halloween búninga!
''time is precious waste it wisely''
Later, RSG
No comments:
Post a Comment