Monday, October 15, 2012

Los Angeles

 LA - lögðum af stað laugardagsmorguninn 13.okt í óvissuna - tekur svona ca 1 og hálfan tíma að keyra frá Santa Barbara til LA, þegar við komum til LA þá byrjuðum við á því að tjékka okkur inná motelið okkar, brunuðum svo í Outlet þar sem ég og Brynhildur létum kortin okkar finna fyrir því, og þá aðallega í H&M, vorum svo eins og fávitar þegar við vorum á leiðinni í bílinn okkar með alla pokana og hinar 2 stelpurnar, Alex og Eline bara með sitthvoran pokann, og þeir voru sko ekki stórir. Íslendingar Elska H&M. 
Þegar við vorum svo á leiðinni í Staples Center þar sem NBA leikurinn fór fram, lentum við í árekstri á miðri hraðbraut,keyrðum aftan á trukk, það var vægast sagt smá ævintýralegt, hef aldrei á ævinni lent í árekstri áður, en núna er ég búin að upplifa það og það á hraðbrautinni í LA! - ekkert lítið högg og bíllinn vel beyglaður að framan - en allir ómeiddir og það var fyrir mestu, æðislegt fólk sem hjálpaði okkur sem var fyrir aftan okkur, sem var ótrúlegt, því það var svo mikið að dónalegu fólki sem var þarna, sem keyrði framhjá og öskraði bara á okkur, hvaða rugludallar við værum nú að tefja alla hraðbrautina! en svo kom The Police, ég hef alltaf ímyndað mér löggurnar hérna í USA rosa serious og leiðinlega en þvílíkur snillingur sem kom og hjálpaði okkur, hann var himnasending á þessum tímapunkti. Sögðum honum hreinskilningslega sagt(eða driverinn sagði) '' I was looking at the skyscrapers, and the truck behind us stopped,  I wasn´t watching the road and we hit him'' (bjuggust ekki við góðu,eftir þetta) en hann svarði ''Oh, good job'' og hló og byrjaði að spurja okkur útí það hvort við værum búnar að fara til New York því þar væru sko skycrapers-arnir flottari!
En núna er The police í USA með nafnið okkar og kennitölu - CHECK

Eftir mikla,skemmtilega yfirheyrslu og mikið sjokk þá héldum við nú ferð okkar áfram á Staples Center þar sem við fórum á NBA leik, LA.Lakers - Utah Jazz, þvílík upplifun sem það var - ekkert nema gaman og búnar að sjá Kobe Bryant CHECK - en því miður þá vann Utah Jazz, en samt sem áður Go Lakers!!

Á sunnudeginum fórum við svo í Hollywood, löbbuðum Walk of fame sem var ótrúlega gaman!!
sáum hollywood sign, en fórum ekki upp að því, ætlum að gera það í næstu ferð.
Fórum einnig í svona Tour, um Beverly hills, sáum hús sem frægir aðilar eiga - aðeins of gaman að sjá það, og húsin voru trufluð - sáum meðal annars, húsið hans Donalds Trump, Paris Hilton, Justin Bieber, Leonardo Dicaprio, David Beckham, Kim Kardashian, Orlando Bloom og fleiri og fleiri.
Fórum svo í smá verslunarleiðangur á walk of fame og svo var bara brunað ''heim'' til Santa Barbara,
það sem ég var ánægð að koma hingað í ''sveitina'' - svo miklu minna en LA  en samt er Santa Barbara svipaður og Reykjavíkurbær, kanski aðeins stærri og plús það að SB er svo miklu hreinna heldur en LA, það er sko durty  þar!
Gaman að hafa kíkt til LA en ég fýla mig best á svona minni stað eins og SB og því var gott að komast heim á San Marcos Road eftir ævintýra mikla ferð!





































Þangað til næst ....  tjátjá - RSG 



''''One day you will wake up and there wont be any more time to do the things you´ve always wanted. Do it now''

No comments:

Post a Comment