Monday, October 22, 2012

Monday

Góðan og blessaðan daginn!
ég veit að það eru nokkrir einstaklingar heima, sem þykir gaman að lesa bloggið hjá mér.. meðal annars elsku ömmurnar og afarnir, elsku foreldrar mínir og elsku frænkurnar mínar og vonandi fleiri, svo að ég ætla mér að vera eða reyna að vera dugleg að blogga :) ... þó svo að það hefur nú kanski ekki mikið gerst síðan ég bloggaði síðast, en samt eitthvað.... helgin hjá okkur var góð í alla staði, á Laugardaginn vaknaði ég og talaði við Sigga afa og Svölu ömmu á skype, alltaf jafn gaman að sjá þau, elskurnar. Svo kíktum við niðrí bæ með Alex og fórum í bíó á Pitch Perfect, hún var góð og við gátum mikið hlegið. 



fengum okkur að sjálfsögðu large popp

og large lemonade! 

kíktum svo að sjálfsögðu aðeins í H&M og Forever 21... en ekki hvað??
Fórum svo heim, borðuðum og byrjuðum svo að drekka því stefnan var tekin að fara á Isla Vista - partý gatan sem ég var búin að segja ykkur frá, við skemmtum okkur konunglega þetta kvöldið.. og enduðum það með dominos pizzu og hámuðum hana í okkur þegar við komum heim um nóttina. 











Sunnudagsmorguninn vaknaði ég svo snemma að mínu mati og drullaði mér út að skokka, dugnaður! 
svo eyddum við bara öllum deginum inni, sem var aðeins of kósý og nauðsynlegt að fá hvíld.
Í dag byrjaði svo 4vikan bara vel,  fórum svo eftir skóla í ræktina sem var heaven og svo skelltum við okkur í heita pottinn eftir work-out! 


klæddi mig alltof vel, hélt það væri kalt en það var steik úti! 

eyddi sunnudagskvöldinu að horfa á magic mike, wohhoo

Beverly er kennarinn okkar, ótrúlega skemmtileg og nice! 

Melanie frá Sviss 

Vorum að læra framburð með þessum rörum, það var frekar fyndið! 

áttum að útskýra fyrir henni mynd úr dagblaði og hún átti að teikna uppá töflu með bundið fyrir augun. 

listaverkið hennar Brynhildar. 

sátt eftir ræktina

Brynhildur setur smá salt og pipar á subwayin sinn eða bara á allt. 



Lífið er aðeins of ljúft 
þangað til næst ....... RSG 




''in order to be irreplaceable one must always be different.''

No comments:

Post a Comment